Hótel Varmahlíð - Veitingastaður

Á veitingastaðnum á Hótel Varmahlíð leggjum við mikla áherslu á þægilega upplifun, góðan mat og persónulega þjónustu. Yfir daginn geta gestir og gangandi komið og fengið sér rjúkandi kaffidrykki og köku dagsins, auk vel valinna rétta af matseðli. Á kvöldin tekur við matseðill með úrvali rétta þar sem áherslan er á hráefni úr héraði. Við tökum glöð á móti hópum, hvort sem um er að ræða afmælisveislur, saumaklúbba, fjölskyldu-, vina- eða vinnuhittinga eða bara eitthvað allt annað. Við hins vegar biðjum ykkur að hafa samband og panta með fyrirvara ef fjöldinn fer yfir tíu manns.

 

Hótel Varmahlíð, 560 Varmahlíð
Sími: 453 8170