Brúnastaðir ostavinnsla

Íslenska geitin mjólkar um 700ml - 1 l á dag, og af því verður 10% að osti. Geitaostarnir okkar eru einstakir og engum öðrum íslenskum ostum líkir, framleiddir úr úrvalsmjólk geitanna okkar sem ganga í fjallasal Tröllaskagans, við ysta haf. Þeir eru framleiddir í ostavinnslu heima á Brúnastöðum í Fljótunum fögru. Geiturnar okkar frá hratið frá bruggverksmiðjunni Segli á Siglufirði og taka þannig þátt í hringrásarhagkerfinu, því annars væri hratinu fargað. Þær fá ekki áborið hey heldur slær Jóhannes bóndi fyrir þær úthagann með ilmandi stör og hrís, mjólkin tekur bragð af öllum þessum dásemdum. Íslenskar geitur eru á válista vegna fæðar, þær eru einstakar á heimsvísu, upprunalegur stofn, aðlagaðar að veður-og gróðurfari eyjarinnar okkar í gegnum aldirnar. Með því að gera verðmætar afurðir úr geitamjólkinni hjálpum við til að viðhalda þessum einstaka stofni.

Osturinn er kominn í sölu í FISK kompaní sælkeraverzlun á Akureyri og 6 Krónubúðir á höfuðborgarsvæðinu og Selfossi. Einnig fæst hann í Frú Lauga og bændurnir, Sælkerabúðinni Bitruhálsi, Matarbúðin, Melabúðin, Þín verslun og í bíl smáframleiðenda á Nv.

 

 

 

 

Brúnastaðir í Fljótum, Skagafirði
Sími: 869 1024