Breiðargerði garðyrkjustöð

Breiðargerði er lífræn garðyrkjustöð staðsett framarlega í Skagafirði. Þar er ræktað margs konar grænmeti með lífræna vottun, en auk þess eru á bænum endur, hænur og býflugur. Á jörðinni er líka stunduð nytjaskógrækt.

Ábúandi í Breiðargerði er Elínborg. Elínborg selur hágæða ferskt grænmeti, og full nýtir einnig sína framleiðslu eftir bestu getu með því að vinna vörur úr hráefnum sem falla til við ræktunina. Þetta eru hráefni sem annars fara til spillis, svo sem útlitsgallað grænmeti og afskurður, en einnig vannýttar auðlindir á borð við krækiber. Lögð er áhersla á gæði, góða nýtingu hráefnis og að vinna gegn matarsóun.

Breiðargerði, 561 Varmahlíð
Sími: 845 2828