Þátttakendur

Þátttakendur í Matarkistunni Skagafirði eru:

Upplýsingar um veitingastaði í Skagafirði má finna á síðunni www.visitskagafjordur.is með því að smella HÉRNA.

Hverjir geta tekið þátt?

Verkefnið Matarkistan Skagafjörður er fyrir öll matvælafyrirtæki í Skagafirði, allt frá einstökum bændum og upp í stór matvælafyrirtæki. Verkefnið og félagsskapurinn sem að baki verkefninu stendur er opinn fyrir alla sem stunda matvælavinnslu af einhverju tagi í héraðinu og geta því allir orðið þátttakendur í verkefninu. Einu skilyrðin eru þau að viðkomandi einstaklingur eða fyrirtæki fari eftir vissum stöðlum þ.e.a.s. það er ekki verið að leita eftir skyndibitamat.

Þátttakendur geta verið til dæmis bændur, ferðaþjónustuaðilar, bakarí, veitingahús, verslanir, mjólkursamlag, kjötvinnslur, fiskvinnslur, skólar og sveitarfélög. Mörg önnur fyrirtæki geta verið þátttakendur sem vilja taka þátt í þessu á einhvern hátt, t.d. matvælaflytjendur, áhugamannafélög og fleiri sem telja hagsmunum sínum borgið með þátttöku í verkefninu.

 

Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food