Nú má víða finna nýslátrað folaldakjöt úr Skagafirði í kjötborðum verslana. Við fengum þessa uppskrift frá sælkeranum Gunnari Sandholt.
8 sneiðar af góðu folaldakjöti
5 msk smjör
2 msk dijon sinnep
1 bolli brauðrasp frá Sauðárkróksbakaríi
1 bolli rifinn ostur (Tindur/parmesan)
Basilika og steinselja, auðvitað helst frá Laugmýri, góð lúka af hvoru, smásaxað
Kreistið sítrónusafa yfir folaldið og stráið á það nýmöluðum pipar. Bræddu smjöri og sinnepi blandað saman í skál og folaldið látið velta sér upp úr því.
Raspi, osti og kryddjurtum blandað saman og kjötinu síðan velt upp úr því. Raða í eldfast mót og bakað í 25 mín við 190 gráður. Setja má álþynnu yfir formið í þegar osturinn fer að dökkna. Líka er gott að bræða smjör og blanda við rifinn parmesanost og setja yfir allt í miðri steikingu.
Sósa: Sinnep, grísk jógúrt eða sýrður rjómi og smá hunang eftir smekk.
Verði ykkkur að góðu!