Svolítið dökkur sauður frá Nönnu Rögnvaldar

Skagfirðingurinn Nanna Rögnvaldar heldur úti stórskemmtilegri uppskriftasíðu. Á síðunni sinni gefur hún upp uppskrift af grilluðu skagfirsku lambakjöti sem upplagt er að prófa. Hérna er hægt að skoða uppskriftina á síðunni hennar með myndum og nákvæmri útlistun á því hvernig skal bera sig að

Bláberjamarínerað fillet með sveppum
600-800 g kinda- eða lambafillet, fitulaust
100 ml bláber
blöðin af nokkrum timjangreinum
2 vorlaukar
1 hvítlauksgeiri
3 msk ólífuolía
2 msk balsamedik
pipar
salt

Steiktir sveppir
400 g kastaníusveppir (eða venjulegir).
2 msk smjör
1 msk olía
2-3 timjangreinar eða 1/2 tsk þurrkað timjan
pipar
salt

Bláberja- og pekansalat
150 g salatblöð 
3 msk ólíufuolía
1 msk sítrónusafi
60 g bláber
40 g pekanhnetur, grófmuldar
e.t.v. nokkrar timjangreinar


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food