Spari-geit í norđur-afrískum búningi

Matarkistan Skagafjörđur
Matarkistan Skagafjörđur

Ţessi frábćra uppskrift af norđur-afrískum geitapottrétt er kannski ekki mjög augljóslega skagfirsk eđa úr skagfirsku hráefni. Ţađ er hins vegar raunin. Uppskriftin er fengin frá Gunnari Sandholt og geitina er hćgt ađ finna í Skagfirđi. Ţegar vindurinn blćs og úti er kalt er ţetta einmitt matur sem svo gott er ađ gćđa sér á. Réttinn er einnig hćgt ađ gera úr lamb- eđa ćrkjöti. 

Viđ gefum Gunnari Sandholt orđiđ:

Geit handa Agnari

Síminn hringdi. „Ég er međ geit í bílnum handa ţér”, sagđi Agnar oddviti. „Hún er auđvitađ dauđ”, bćtti hann viđ sem betur fer. Ţar međ hófust kynni mín af íslenska geitastofninum. Geitin er ekki eins bragđmikil og frćnka hennar, sauđkindin. Ekki laust viđ ađ sé af henni örlítiđ ertandi ullarbragđ ţó međ ísćtum keim. Hún tekur vel viđ kryddi. Mér var bent á ađ hún hentađi prýđilega í norđur-afrískri pottréttagerđ sem er frekar einföld en ţrungin einhverskonar framandi kunnugleika. Kanill, kóríander, saffran, túrmerik, cayanne-pipar og engifer eru áberandi krydd. Rúsínur og möndlur gefa réttunum hátíđlegt yfirbragđ, stundum jafnvel jólalegt   

Hráefni og undirbúningur:

 • 1 kg geitagúllas eđa smábitar, ca 3-4 cm á kant
 • Smjör og olía.
 • 2 laukar og 3 hvítlauksgeirar, saxađir
 • 1 tsk túrmerik
 • 1 tsk kummin
 • Bútur af engifer (1 cm), rifinn smátt
 • Ľ tsk cayanne pipar
 • Pipar og salt eftir smekk
 • 1 dós saxađir tómatar
 • 1-2 bollar rúsínur
 • 2 msk steinselja, söxuđ
 • 1 msk saxađ kóríanderlauf
 • Lúka af heilum möndlum, afhýddum, steiktar í olíu uns ţćr verđa ljósgullnar, ekki brenndar.

Eldamennskan:

Steikiđ ketiđ, laukinn, hvítlaukinn, engiferrótina og kryddiđ út í bráđiđ smjer og olíu í pott og hrćriđ vel í öllu saman. Helliđ úr tómatdósinni yfir og bćtiđ einu glasi af vatni út í. Látiđ suđuna koma upp og látiđ malla viđ vćgan hita í minnsta kosti eina klukkustund. Rétturinn passar sig ađ mestu sjálfur, en rétt er ađ hrćra öđru hverju í og bćta viđ vatni ef ţarf, ţađ er líka svo gaman ađ finna ilminn. Bćta svo rúsínum, steinselju og kóríander og láta malla hálftíma í viđbót, eđa lengur, bara ađ ketiđ sé orđiđ vel meyrt og sósan ađeins farin ađ ţykkna. Loks eru möndlurnar settar yfir, og skreytt ađeins međ saxađri steinselju. Boriđ fram međ skagfirsku byggi, sođnu í hvítvíni.

Í ţennan rétt má alveg eins nota lamb eđa ćrket.


Svćđi

Skagafjörđur - Matur úr hérađi - Local Food

info@matarkistanskagafjordur.is