Uppskrift vikunnar er karamellusúrmjólkur-pannacotta úr súrmjólk frá Mjólkursamlagi KS. Uppskriftin kemur frá henni Svönu á Hótel Varmahlíð en á hótelinu er lögð áhersla á að bjóða upp úr mat úr hráefni úr heimabyggð. Uppskriftin er fengin úr bókinni Eldað undir bláhimni - Sælkeraferð um Skagafjörð, sem er fáanleg í öllum betri bókabúðum landsins. Þannig að nú er um að gera að láta af allri hræðslu við matarlím og byrja að prufa sig áfram með þennan yndislega eftirrétt.
Karamellusúrmjólkur-pannacotta með bökuðu mangói og pistasíum
600ml rjómi
600ml mjólk
10 msk. Sykur
1 vanillustöng
600 g karamellusúrmjókl frá Mjólkursamlegi KS
9 blöð matarlím (gelatín)
Aðferð:
Hitið rjóma, mjólk, sykur og vanillustöng saman að suðu. Kælið. Fjarlægið vannillustöngina. Leggið matarlímið í kalt vatn og leysið svo upp í einni ausu af volgu rjómablandinu. Hrærið uppleysta matarlímið saman við afganginn af rjómablandinu. Hrærið hluta af rjómablandinu saman við karamellusúrmjólkina og blandið loks öllu saman. Hellið þessu í vínglös eða fallegar skálar á fæti og skreytið með bökuðu magnói og pistasíum. Uppskriftin nægir í 12 skálar.
Bakað mangó
1 mangó
3 msk. Hrásykur
Aðferð:
Skerið mangó í miðlungsstóra teninga og stráið hrásykri yfir. Bakið við 180°C í 12 mínútur.