Fiskur er bæði hollur og góður matur og hérna í Skagafirði erum við svo heppin að hafa mjög öflugt útgerðarfyrirtæki og fiskvinnslu. Ofnbakaður þorskur með hvítlauks- og kryddjurtahjúp er uppskriftin sem við sendum ykkur að þessu sinni. Þessa uppskrift er að finna í litlum bækling sem gefin var út í tilefni Fiskidaga sem haldnir voru í Skagfirðingabúð í febrúar 2010. Í uppskriftina er svo upplagt að nota kryddjurtir frá Laugarmýri og kartöflur annað hvort frá Hofsstöðum eða úr garðinum heima! Verði ykkur að góðu.
Uppskrift:
4 x 180-200 gr. þorskhnakka steikur
2 stk hvítlauksrif
1 búnt steinselja
1 búnt dill
1 búnt koriander
200 gr. brauðraspur
Safi úr einni sítrónu
3 msk. olífuolía
Kartöflumús:
3-4 stk bökunarkartöflur (fer eftir stærð)
2 hvítlauksgeirar
150 gr. smjör
1 dl rjómi
Salt og pipar
Aðferð:
Þorskurinn er skorinn í hæfilegar steikur og settur í eldfast form sem hefur verið smurt. Kryddjurtirnar, ólífuolían, hvítlaukurinn og raspurinn er sett í matvinnsluvél og maukað saman. Fiskurinn er kryddaður með pipar og kryddjurtamaukinu smurt yfir og bakað við 180° í u.þ.b. 10 mínútur.
Kartöflurnar eru bakaðar og skrældar. Þegar þær eru klárar þá er smjörið og rjóminn hitað í potti ásamt söxuðum hvítlauknum. Þegar smjörið er bráðið eru kartöflurnar stappaðar út í pottinn og kryddað eftir smekk með salti og pipar.