Miðjarðarhafsþorskur frá Nönnu Rögnvaldar

Miðjarðarhafsþorskur // Mynd: Nanna Rögnvaldar
Miðjarðarhafsþorskur // Mynd: Nanna Rögnvaldar

Á nýju ári eru margir sem vilja borða léttara fæði eftir reykt, sölt og sykruð jólin. Okkur fannst upplagt að fá að láni þessa skemmtilegu og litríku uppskrift hjá skagfirðingnum Nönnu Rögnvaldar. Miðjarðarhafsþorskur ætti að geta hlýjað okkur í kuldanum og hleypt blóðinu aðeins á hreyfingu. 

Uppskriftin er fyrir rúmlega einn en auðvelt er að skala hana upp, tvöfalda eða jafnvel þrefalda. Samkvæmt uppskriftasmiðnum passar þessi réttur að öllum líkindum vel inn í lágkolvetnamataræðið. Nanna er svo að fara að gefa út nýja bók á næstu vikum sem ber heitið Létt og litríkt. Við hvetjum ykkur til að kynna ykkur hana.

Miðjarðarhafsþorskur

300 g þorskflak
1 rauðlaukur
1 paprika
2 vorlaukar
3 tómatar
1 rautt chilialdin
2 msk ólífuolía
safi úr 1/2 sítrónu
pipar
salt
1 msk balsamedik
2 tsk kapers

Aðferð:

Stillið ofninn á 220°C. Skerið laukinn í þunnar sneiðar. Fræhreinsið paprikuna og skerið í bita. Skerið einnig hvíta og ljósgræna hlutann af vorlaukunum, fræhreinsið chili-ið og saxið það smátt og blandið þessu saman í eldfast mót. Skerið tómatana í báta og dreifið þeim og ólífunum yfir. Kryddið með pipar og salt og setið um helming af ólífuolíunni jafnt yfir. Kreistið safann úr hálfri sítrónu yfir. Setjið fatið í ofninn og bakið í 15-20 mínútur.

Á meðan grænmetið bakast skerið þá fiskinn í mátuleg og jöfn stykki og kryddið með salti og pipar. Þegar grænmetið er orðið hæfilega mjúkt setjið þá fiskinn ofaná, hellið balamedikinuy yfir ásamt restinni af olíunni. Stráið kapersinum  yfir allt og bakið áfram í ofninum í um það bil 7 mínútur, eða þar til fiskurinn er eldaður. 

Áður en fiskurinn er borinn fram er gott að skera niður græna hluta vorlauksins og strá yfir. 

Upprunalegu uppskriftina hennar Nönnu er svo hérna að finna með fleiri myndum.


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food