Nú er veturinn gengin í garð og snjór er yfir öllu hér á Norðurlandi. Snjórinn kallar á sleðaferðir og æsing í brekkunum hjá börnunum okkar. Þegar þau koma inn blaut og köld er tilvalið að búa til kakó og lummur til að koma orku og hlýju í litla kroppa. Hérna er uppskrift að hefðbundnum lummum eins og amma gerði þær. Uppskriftin er fengin úr bókinni Eldað undir bláhimni - Sælkeraferð um Skagafjörð.
Lummur
1 1/2 dl hveiti
1/2 dl haframjöl
1 tsk lyftiduft
1 msk sykur
2 dl mjólk
1 egg
25 gr bráðið smjörlíki
1-2 msk rúsínur
smjörlíki til steikingar
Aðferð:
Blandið haframjölinu, lyftiduftinu og sykrinum saman við hveitið. Vætið í með mjólkinni, smjörlíkinu og egginu og hrærið vel. Látið rúsínurnar í síðast. Látið með skeið á heita og fituga pönnu. Bakið lummurnar móbrúnar á báðum hliðum. Setjið þær á disk og stráið sykri yfir. Verði ykkur að góðu!