Lambalæri með íslenskum villijurtum

Lambasteik með nýjum kartöflum
Lambasteik með nýjum kartöflum

Nú er haustið gengið í garð með sinn uppskerutíma. Göngur og réttir eru búnar í mörgum sveitum og sláturtíð því á næsta leiti. Upplagt er að krydda nýja lambakjötið með íslenskum villijurtum. Helst er mælt með að í það sé notað blóðberg, hið íslenska timjan sem hefur verið notað sem lækningajurt um áratugaskeið. Ljónslöpp hentar einnig mjög vel á lambakjöt sem og birkilauf. Með lambinu er svo upplagt að bjóða upp á nýuppteknar kartöflur. Þessi uppskrift er fengin úr bókinni Eldað undir bláhimni og er frá Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöðvar KS.

Lambalæri með íslenskum villijurtum

1 Skagfirskt lambalæri

Matarolía

Salt og pipar

Íslenskar villijurtir, t.d. blóðberg, ljónslöpp og birkilauf

Aðferð:

Hitið ofninn í 180°C. Nuddið lærið vel upp úr góðri olíu og kryddið með salti og pipar. Saxið kryddjurtirnar smátt og dreifið þeim vel yfir lærið. Steikið í miðjum ofni í um eina og hálfa klukkustund. 


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food