Lambalæri lötu húsmóðurinnar

Þessi uppskrift er fengin að láni á síðunni hun.is, en höfundur hennar er Kristín Snorradóttir.

Hver er ekki tilbúinn í að spara tíma og hafa minna fyrir eldamennskunni og fá á sama tíma þess dýrindis máltíð? Fyrir þessa uppskrift þarf aðeins 1 stk. ofnpott en ef þú átt ekki svoleiðis þá sleppur ofnskúffan líka.

Lambalæri lötu húsmóðurinnar:

Lambalæri  ( þyngd miðað við fjölda í mat)
kartöflur
sætar kartöflur
hvítlaukur
laukur
paprikur
gulrætur
brokkoli
blómkál

Nota má það grænmeti sem þú átt og ert í stuði fyrir og magnið er miðað við fjölda í mat.

Setjið mjög væna klípu af smjöri í botninn á ofnpottinum og skellið lærinu þar á.

Kryddið lærið með t.d. salt, pipar, ítalskri blöndu og fersktu rósmarín. Setjið lærið inn í ofn á 150°.

Saxið grænmetið í hæfilega bita og afhýðið laukana.

Þegar lærið hefur mallað á 150° í ca 2 tíma er passlegt að skella grænmetinu í ofnpottinn þannig að það hylji lærið og setja smjörklípur hér og þar.

Krydda smá með salt og pipar yfir grænmetið og aftur inn í ofn.

Hækka hitann í 180° láta bakast í ca 40 mín eða þar til grænmeti er orðið mjúkt.

Svo er bara að veiða grænmetið úr ofnpottinum, setja í skál eða á fat og lærið á fat og bjóða til veislu.

Verði ykkur að góðu!


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food

info@matarkistanskagafjordur.is