Lambahrygg­ur með him­neskri fyll­ingu, sósu og kart­öfl­um

Þessi góða uppskrift birtist á mbl.is/alberteldar.com, en það er Helga, systurdóttir Alberts Eiríksonar á Albert Eldar sem á heiðurinn að þessari uppskrift.

Uppskrift:

1 heill lambahrygg­ur úr­beinaður og við stofu­hita

Fyll­ing:

1 hvít­lauk­sost­ur
1/​2 rjómapip­arost­ur
3 hvít­lauks­geir­ar
góður slatti af ferskri stein­selju
2 dl feta­ost­ur
1-2 dl sólþurrkaðir tóm­at­ar
2 msk ristaðar furu­hnet­ur
1 tsk rós­marín
salt og pip­ar

Setjið allt í mat­vinnslu­vél og maukið. Leggið hrygg­inn úflatt­an á borð, setjið lund­irn­ar í miðjuna, osta­maukið yfir og lokið hon­um með því að binda garn utan um hann. Takið frá u.þ.b. 1/​3 af fyll­ing­unni og nokkr­ar furu­hnet­ur til að setja yfir hrygg­inn.

Í fatið:

rós­marín
lauk­ur, blaðlauk­ur og rauðlauk­ur
salt og pip­ar

Setjið rós­marín, lauk, salt og pip­ar á botn­inn á eld­föstu formi. Hellið yfir 1 dl af vatni. Leggið hrygg­inn ofan á, kryddið með salti, pip­ar og rós­marín, setjið rest­ina af fyll­ing­unni yfir og stráið furu­hnet­un­um yfir. Bakið við 125°C í um 2 klst. Hækkið hit­ann í 180° síðustu mín­út­urn­ar.

Ostasós­a:

1 pip­arost­ur
1 vill­i­sveppa­ost­ur
nauta­kjöt­kraft­ur
græn­metiskraft­ur
salt og pip­ar
soð af hryggn­um
Setjið osta, kraft­ana og krydd í pott og sjóðið á lág­um hita. Bætið soði við. Smakkið til

Kramd­ar og bakaðar kart­öfl­ur:

10 kart­öfl­ur soðnar með hýði
1 dl rjómi
1 dl rif­inn ost­ur

Setjið kart­öfl­urn­ar í form, kremjið þær aðeins niður, hellið rjóma yfir og rifn­um osti. Bakið við 8-10 mín. Síðustu mín­út­urn­ar sem hrygg­ur­inn er í ofn­in­um


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food

info@matarkistanskagafjordur.is