Lamba Karrý á Nepalska vísu

Nepalskt lamba karry. Mynd: Anup Gurung
Nepalskt lamba karry. Mynd: Anup Gurung

Í tilefni Bóndadags og upphafs Þorra þá er tilvalið að Matarkistan Skagafjörður sendi ykkur uppskrift af lambakjöti. Lambakjöt má matreiða á marga vísu eins og flestir þekkja. Þessi uppskrift kemur úr Skagafirðinum og er hægt að nota í hana skagfirskt lambakjöt. Hún hefur þó rætur örlítið sunnar og í henni eru krydd sem eru ekki hefðbundin fyrir íslenska matargerð. Anup Gurung er frá Nepal en býr í Skagafirði og rekur þar ferðaþjónustufyrirtæki. Hann bjó nýlega til myndband þar sem hann sýnir okkur hvernig á að gera lamba karrý á nepalska vísu.

Lambakarrý á Nepalska vísu:

Lambakjöt
Laukur
Karrý
Turmeric
Hvítlaukur
Engifer
Tómatar

Rétturinn er svo borin fram með hrísgrjónum.

Aðferð:
Hérna má sjá myndbandið á Youtube.


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food

info@matarkistanskagafjordur.is