Kökusnúðar frá Elínu Jónsdóttur

Kökusnúðar - uppskriftin úr bókinni sjálfri
Kökusnúðar - uppskriftin úr bókinni sjálfri

Við höfum áður birt uppskrift úr hinni frægu bók Kvennafræðarinn hér á síðunni hjá Matarkistunni. Kvennafræðarinn er lögu orðin sígillt verk. Bókin var ein af fyrstu matreiðsluritunum sem gefin voru út hér á landi og strax sú allra vinsælasta. Elín var um tíma búsett hér í Skagafirði. Það sem okkur langaði að sýna ykkur núna er uppskrift af kökusnúðum eða fastalavnsboller. Fastelavnsbollar myndum við sennilega núna þýða sem bolludagsbollur sem þetta er ekki. Nú í aðdraganda bolludags er tilvalið að kanna gamlar hefðir og skella í kökusnúða.

Kökusnúðar (fastelavnsboller)

450 g. hveiti
50 g. sykur
100 g. súkkat
2 tsk. lyftiduft
1 tsk. hjartasalt
1 ½ peli mjólk
½ tsk. kardemommur
100 g. rúsínur
150 g. smjör

Aðferð:

Lyftiduftið og hjartasaltið er hrært út í hveitið. Smjörið er þeytt með sykrinum og kardemommurnar eru látnar útí. Þá er hveitinu og mjólkinni smáhrært í og síðast skornu súkkati og rúsínum. Þá eru búnir til úr þessu smásnúðar með höndunum og látnir á smurða plötu og borið á þá egg. Síðast er tekið fram að þetta deig sé einnig gott í jólaköku.


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food