Kartöflupönnukökur með laxi, kavíar og dillkremi

Kartöflur
Kartöflur

Margir kannast við blini með reyktum laxi og sýrðum rjóma. Okkur langaði að gefa ykkur uppskrift af annarri útgáfu af þessum þekkta rétti þar sem kartöflur eru notaðar í deigið. Í Skagafirði eru kartöflur ræktaðar á mörgum bæjum. Fyrir þá sem leggja ekki í að rækta sínar eigin þá er hægt að kaupa kartöflur frá Hofsstöðum í Skagafirði í mörgum verslunum. Þessi uppskrift er hægt að nota eins og forréttir fyrir fjóra eða skemmtilegan rétt í brunchinn.

Uppskrift:
4-5 meðalstórar soðnar kartöflur
2 laukar
2 egg
4 msk hveiti
1 tsk lyftiduft
Olía til steikingar

Dillkrem:
1 dós sýrður rjómi
1-2 tsk fínt saxað dill
1 tsk sítrónusafi
Salt og pipar

Reyktur lax
Kavíar, rauður eða svartur
1 msk fínt saxaður vorlaukur ofaná

Skrælið og maukið kartöflurnar og saxið laukinn fínt. Blandið þessu vel saman með eggjunum, hveitinu, salti, pipar og lyftidufti. Formið kökur úr ca. 2 msk af deigi á pönnunni og steikið þar til gyllt í olíunni á heitri pönnu. Gott er að gera ráð fyrir ca. 4 mín á hvorri hlið. Þetta ætti að verða að ca. 10-12 kartöflupönnukökum.

Dillkremið er búið til með því að hræra saman sýrðan rjóma, dill, sítrónusafa, salt og pipar.

Komið pönnukökunum fyrir á fallegu fati og raðið reykta laxinum á þær. Ofaná þetta fer svo kavíarinn og dillkremið. Puntið svo pönnukökurnar með vorlauknum og jafn vel nokkrum greinum af dilli. Í réttinn er einnig hægt að nota reyktan silung ef fólk vill það heldur.  


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food