Jólakaka frá Elínu Briem

Matarkistunni áskotnađist eintak af Kvennafrćđaranum eftir Elínu Briem á dögunum. Hér fyrir neđan fylgir uppskrift af jólaköku sem leynist í ţeirri gömlu bók, svona í tilefni ađventunnar sem er á leiđinni. Okkar eintak er fjórđa prentun frá 1911. Elín Briem sem var skólastýra á árunum 1883-1895 í kvennaskólanum á Ytri-Ey í Húnaţingi. En Elín ţessi var dóttir hjónanna Eggerts Briem sýslumanns og Ingibjargar Eiríksdóttur en hún var 10 barn ţeirra hjóna af 19 og ţau bjuggu um tíma á Reynistađ í Skagafirđi. Elín stóđ fyrir stofnun hússtjórnarskólans í Reykjavík áriđ 1897 eftir ađ hún giftist og flutti til Reykjavíkur. Hún var síđar forstöđumađur kvennaskólans eftir ađ hún flutti norđur aftur ţegar hún varđ ekkja.

Elín giftist aftur og bjó um tíma á Króknum međ Stefáni Jónssyni kaupmanni en eftir ađ hann lést fluttist hún til Reykjavíkur öđru sinni. Elín vann ötullega ađ kvenréttindamálum og ţá sérstaklega ađ menntun. Hún hlaut fyrst íslenskra kvenna riddarakross hinnar íslensku fálkaorđu áriđ 1921 ásamt Ţórunni Jónassen fyrir störf sín í ţágu kvenna. Elín samdi Kvennafrćđarann á árunum 1888-1889 en áđur höfđu komiđ út tvćr matreiđslubćkur á íslensku sem ekki náđu mikilli útbreiđslu. Kvennafrćđarinn seldist strax í 3000 eintökum og var endurprentađur fjórum sinnum.

Jólakaka

1 pd. hveiti (450-500gr)

3 tsk lyftiduft

20 kv. smjör (100gr)

20 kv. sykur (100gr)

1 1/2 peli mjólk

25 kv. rúsínur (125gr)

3 dr. sítrónuolía (sítrónudropar)

Ađferđ:

"Lyftiduft er blandađ vel saman viđ hveitiđ. Smjöriđ skoriđ í litla bita og hrćrt saman viđ ţađ, ásamt sykrinum, mjólkinni og dropunum. ŢEGar ţetta er orđiđ vel jafnt og lyftin gkomin í deigiđ, eru rúsínurnar látnar í ţađ. Ef vill, má einnig láta í ţađ 10kv. (50gr) af skornu súkkati. Nú er deigiđ látiđ í mót og bakađ í 1 tíma. Jólakaka er ágćt úr sódakökudeigi en bćta ađ eins viđ rúsínum og súkkati."


Svćđi

Skagafjörđur - Matur úr hérađi - Local Food

info@matarkistanskagafjordur.is