Innbakað lambafille með sveppafyllingu
Fyrir 2
1 stk lambafille (u.þ.b. 500 gr)
200 gr smjördeig
1 stk egg til penslunar
Salt og pipar
Sveppafylling
300 gr. sveppir, saxaðir
1 stk shallotlaukur, saxaður
2 msk rjómi
2 msk rauðvín
1 dl brauðraspur
2 msk steinselja
Salt og pipar
Aðferð:
Sveppir og laukur eru steiktir á pönnu við vægan hita, rauðvíni og rjóma bætt út í og soðið niður. Sett í skál og brauðraspi og steinselju hrært saman við og kælt.
Fituhreinsið lambið, saltið og piprið. Steikið á pönnu við háan hita í um það bil 1,5 mínútu á hvorri hlið. Kælið kjötið.
Smjkördeigið er rúllað út og sveppafylling sett í miðjuna, kjötið sett ofan á og restin af fyllingunni sett ofan á kjötið.
Smjördeiginu er rúllað yfir kjötið með samskeytin undir kjötinu, leggið rúlluna í ofnskúffu og penslið með egginu.
Hitið ofninn í 200°C, stingið göt á smjördeigið með gaffli og steikið í ofninum í 12 mínútur, látið hvíla í 10 mínútur út á borði.
Verði ykkur að góðu!