Hin fullkomna nautasteik

Þessi uppskrift er fengin að láni af vefsíðunni Gulur, rauður, grænn og salt, en þar má gjarnan næla sér í afbragðs uppskriftir.

Uppskrift:

800 g nautakjöt, t.d.rib eye eða sirloin
sjávarsalt og pipar
2 tsk extra virgin olía
3 msk smjör
2 hvítlauksrif, afhýdd
fersk steinselja, á stilkum

  • Saltið og piprið nautakjötið á einni hlið.
  • Hitið pönnu þar til hún er orðin mjög heit. Setjið olíu á hana og leggið því næst nautakjötið á pönnuna, krydduðu hliðina niður. Saltið og piprið hliðina sem snýr upp. Látið vera í 2 mínútur.
  • Snúið steikinni við með töngum (ekki gaffli) og bætið smjöri hvítlauk og steinselju saman við. Steikið í 2 mínútur og penslið steikina allan tímann með smjörinu. Þegar þessar tvær mínútur eru liðnar snúið steikinni við á hvorri hlið í um 30 sek þar til steikin er steikt eins og þið óskið. Fyrir medium rare steik eru heildar steikingartíminn um 5-6 mínútur. Fyrir meðal til vel steikt er um 10 mínútur í heildina. Athugið einnig að steikin heldur áfram að eldast eftir að hún er tekin af pönnunni. Penslið einu sinni að lokum, takið af pönnunni og setjið á skurðarbrenni.

Borið fram með góðu meðlæti eins og t.d. steiktum aspas, bernaise og kartöflubátum.


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food

info@matarkistanskagafjordur.is