Framandi nautakjöts wok með kókos, sítrónugrasi og engifer

Að þessu sinni sendum við ykkur uppskrift af léttum wok rétti. Auðvelt er að nota annað kjöt en skagfirskt nautakjöt í réttinn eins og t.d. lambakjöt eða kjúkling. Mikilvægt er að eiga góða Wok pönnu og vera búin að undirbúa allt hráefnið áður en af stað er farið því að á wokinu gerast hlutirnir hratt. 

Uppskrift

400 gr nautakjöt úr Skagafirði, skorið í teninga
1 msk ólífuolía
3 laukar
1 msk sesamolía
1 stöngull sítrónugras (bæði hægt að nota ferskt og úr krukku)
1 limeblöð
1 msk blönduð piparkorn
2-3 hvítlauksrif
10-15 gr ferskur engifer
1 stór dós kókosmjólk
100 gr grænar strengjabaunir

Aðferð:

Hitið wok pönnuna og brúnið kjötið í ólífuolíunni við háan hita. Bætið við smátt skornum lauk og sesamolíunni. Þegar kjötið er gullinbrúnt þá er gott að lækka hitann. Bætið við smátt skornu sítrónugrasinu ásamt limeblöðunum, muldum piparkornunum, smátt skornum eða pressuðum hvítlauknum, rifnu engifer og kókosmjólk. Hrærið í meðan þetta hitnar. Snögg sjóðið á meðan strengjabaunirnar í vel söltu vatni í nokkrar mínútúr. Setjið svo svo baunirnar út í réttinn og blandið vel saman við. Þeir hugrökkustu bæta svo við smátt söxuðu chili aldini, rauðu eða grænu, og svo smátt söxuðum kóríander í restina. 

Wok rétturinn er svo borin fram með hrísgrjónum. Verði ykkur að góðu.


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food