Uppskriftir

Hægeldað lambalæri og kartöflugratín

Hægeldað lambalæri og kartöflugratín

Að elda mat í ofni er einföld matargerð, það er algjör óþarfi að standa yfir henni þó svo að hún taki stundum langan tíma. Það er ósköp notalegt að hafa lambalæri í ofninum yfir daginn, ilmurinn um heimilið verður svo góður.
Lesa meira
Innbakað lambafille með sveppafyllingu

Innbakað lambafille með sveppafyllingu

Í glænýjum uppskriftabæklingi Bændadaga sem Kaupfélag Skagfirðinga gaf út má finna girnilega uppskrift af innbökuðu lambafille með sveppafyllingu. Uppskriftin er skrifuð af Stefáni Svanssyni matreiðslumeistara sem starfar á Ólafshúsi og Kaffi Króki.
Lesa meira
Grilluð Tandoori lambalund með salati

Grilluð Tandoori lambalund með salati

Lesa meira
Lambalæri lötu húsmóðurinnar

Lambalæri lötu húsmóðurinnar

Lesa meira
Hægeldaðir lambaskankar í rauðvínssósu

Hægeldaðir lambaskankar í rauðvínssósu

Lesa meira
Feta & Chili Lax

Feta & Chili Lax

Um hásumar eru margir að stunda veiðar og því vel við hæfi að koma með eina laxa uppskrift. Uppskriftin er fengin á vefsíðunni Gulur, Rauður, Grænn & Salt.
Lesa meira
Bleikja í mangó-chutney-sósu

Bleikja í mangó-chutney-sósu

Sumarið er að byrja og því tilvalið að prófa að elda Hólableikju sem er hvort heldur sem er hægt að elda í ofni eða grilla ef veðrið býður upp á það.
Lesa meira
Mintukryddlegin lambagrillsteik

Mintukryddlegin lambagrillsteik

Nú þegar hausta tekur fer sláturtíð að hefjast og brátt fer fólk að huga að því að bæta í frystikistuna fyrir veturinn. Það er þó enn tækifæri til að nýta haustveðrið og nota útigrill við matargerð. Skagfirskt lambakjöt er veislumatur sem hægt er að elda á marga vegu. Við mælum með því að versla mintu frá Garðyrkjustöðinni Laugarmýri og prufa þessa uppskrift af mintukryddleginni lambagrillsteik.
Lesa meira
Ofnbakaður þorskur með hvítlauks- og kryddjurtahjúp og kartöflumús

Ofnbakaður þorskur með hvítlauks- og kryddjurtahjúp og kartöflumús

Fiskur er bæði hollur og góður matur og hérna í Skagafirði erum við svo heppin að hafa mjög öflugt útgerðarfyrirtæki og fiskvinnslu. Ofnbakaður þorskur með hvítlauks- og kryddjurtahjúp er uppskriftin sem við sendum ykkur að þessu sinni. Herramanns matur sem myndi sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er.
Lesa meira
Tandorri lambasalat frá Gulur, rauður, grænn og salt

Tandorri lambasalat frá Gulur, rauður, grænn og salt

Nú þegar hitastigið hækkar og úrvalið af grænmeti úr héraði eykst í búðinni þá er nauðsynlegt að gera sér gott salat. Í dag ætlum við að senda ykkur þessa uppskrift af litríku og spennandi tandorri lambasalti. Þessi skemmtilega uppskrift kemur frá Gulur, rauður, grænn og salt, www.grgs.is
Lesa meira
Einiberja og sítrónu mareneruð lambakóróna með jógúrt bygg salati og grilluðum vorlauk

Einiberja og sítrónu mareneruð lambakóróna með jógúrt bygg salati og grilluðum vorlauk

Í nýútkomu fréttabréfi Kjötafurðastöðvar KS og Sláturhúss KVH er afskaplega skemmtileg og girnileg uppskrift af einiberja og sítrónu mareneraðri lambakórónu með jógúrt bygg salati og grilluðum vorlauk. Okkur datt í hug að deila með ykkur þessari flottu uppskrift þar sem sólin er farin að skína og grill tímabilið fer að hefjast.
Lesa meira
Kartöflupönnukökur með laxi, kavíar og dillkremi

Kartöflupönnukökur með laxi, kavíar og dillkremi

Margir kannast við blini með reyktum laxi og sýrðum rjóma. Okkur langaði að gefa ykkur uppskrift af annarri útgáfu af þessum þekkta rétti þar sem kartöflur eru notaðar í deigið. Í Skagafirði eru kartöflur ræktaðar á mörgum bæjum. Fyrir þá sem leggja ekki í að rækta sínar eigin þá er hægt að kaupa kartöflur frá Hofsstöðum í Skagafirði í mörgum verslunum.
Lesa meira
Sykurlausar Brúnkur í boði Feykis og Nönnu Rögnvaldar

Sykurlausar Brúnkur í boði Feykis og Nönnu Rögnvaldar

Skagfirðingurinn, metsöluhöfundurinn og matreiðslufrömuðurinn Nanna Rögnvaldar er í ítarlegu viðtali í Feyki í þessari viku. Í viðtalinu talar hún meðal annars um uppvaxtarárin í Djúpadal og á Króknum, áhuga hennar á mat og mateiðslu, bókaútgáfuna og ferminguna enda er Feykir tileinkaður fermingunum í þetta skiptið.
Lesa meira
Lamba Karrý á Nepalska vísu

Lamba Karrý á Nepalska vísu

Lambakjöt má matreiða á margvíslega vísu. Anup Gurung er frá Nepal en býr í Skagafirði og rekur þar ferðaþjónustu fyrirtæki. Hann bjó til myndband þar sem hann sýnir okkur hvernig á að gera lamba karrý á nepalska vísu.
Lesa meira
Miðjarðarhafsþorskur frá Nönnu Rögnvaldar

Miðjarðarhafsþorskur frá Nönnu Rögnvaldar

Á nýju ári eru margir sem vilja borða léttara fæði eftir reykt, sölt og sykruð jólin. Okkur fannst upplagt að fá að láni þessa skemmtilegu og litríku uppskrift hjá skagfirðingnum Nönnu Rögnvaldar. Miðjarðarhafsþorskur ætti að geta hlýjað okkur í kuldanum og hleypt blóðinu aðeins á hreyfingu.
Lesa meira
Belgísk grænmetisstappa með pylsum

Belgísk grænmetisstappa með pylsum

Í næstu viku fara fulltrúar frá Matarkistunni í höfuðstöðvar Evrópusambandsins í Brussel í Belgíu til að taka þátt í viðburði vegna EDEN verðlaunanna sem Sveitarfélagið Skagafjörður og Matarkistan fengu í haust. Í tilefni þess er ætlum við að senda ykkur að þessu sinni belgíska uppskrift, sem má að sjálfsögðu laga úr skagfirskum hráefnum.
Lesa meira

Jólasmákökur úr Kvennafræðara Elínar Jónsson

Jólasmákökurnar hálfmánar og spesíur eru fyrir löngu orðnar þekkt fyrirbæri. Hérna birtum við uppskriftir af þessum sígildu jólasmákökum sem birtist í Kvennafræðara Elínar Jónsson árið 1911. Elín var um tíma búsett hér í Skagafirði og má því segja að þessar uppskriftir hafi skagfirskar rætur.
Lesa meira

Hægeldaðir lambaleggir með rótargrænmeti

Nú þegar kólna fer er upplagt að nota tímann í eldhúsinu. Hægeldaðir lambaleggir gefa hita og orku í þreytta kroppa og eru því upplagðir í matinn þegar veturinn gengur í garð. Lambaskankar eru heldur ekki dýrasti bitinn sem þú kaupir en kjötið og réttir búnir til úr því geta smakkast frábærlega. Þessi réttur er frábær laugardags eða sunnudagsmatur þar sem eldunartíminn er eilítið langur.
Lesa meira

Svolítið dökkur sauður frá Nönnu Rögnvaldar

Skagfirðingurinn Nanna Rögnvaldar heldur úti stórskemmtilegri uppskriftasíðu: http://nannarognvaldar.wordpress.com. Þar má finna fjölbreyttar og skemmtilegr uppskriftir fyrir hvert tækifæri hjá þessum sérfræðingi okkar. Við hvetjum alla til að kynna sér uppskriftirnar hennar Nönnu og að grilla þennan svolítið dökka sauð.
Lesa meira
Ber, ber, ber og fleiri ber

Ber, ber, ber og fleiri ber

Nú er berjatímabilið hafið og víða má sjá glitta í berjatínslufólk milli þúfna. Við höfum mikinn fjársjóð í berjalöndunum okkar sem við hvetjum alla til að nýta sér. Þegar kemur að því að neyta berjanna þá eru möguleikarnir nánast óendanlegir. Hérna eru tvær uppáhalds uppskriftir.
Lesa meira
Rabarbari - grautur og baka

Rabarbari - grautur og baka

Nú má sprettur rabarbari víða í görðum. Úr þessari skemmtilegu plöntu er hægt að gera ýmislegt góðgæti gefi maður sér örlítinn tíma. Að þessu sinni er hér uppskrift af rabarbaragraut og rabarbaraböku. Hvort tveggja er svo fullkomnað með smá slettu af þeyttum rjóma! Verði ykkur að góðu.
Lesa meira

Framandi nautakjöts wok með kókos, sítrónugrasi og engifer

Að þessu sinni sendum við ykkur uppskrift af léttum wok rétti. Auðvelt er að nota annað kjöt en skagfirskt nautakjöt í réttinn eins og t.d. lambakjöt eða kjúkling. Mikilvægt er að eiga góða Wok pönnu og vera búin að undirbúa allt hráefnið áður en af stað er farið því að á wokinu gerast hlutirnir hratt.
Lesa meira

Lúxus-sneið úr Skagafirði

Góð brauðsneið með lúxusáleggi sem nostrað hefur verið við getur verið sannkallað lostæti. Gunnar Sandholt gaukaði að okkur þessari "uppskrift" af Skagfirskri lúxus-sneið á dögunum og deilum við henni hér með ykkur.
Lesa meira
Pannacotta með bökuðu mangói og pistasíum

Pannacotta með bökuðu mangói og pistasíum

Uppskrift vikunnar er karamellusúrmjólkur-pannacotta úr súrmjólk frá Mjólkursamlagi KS. Uppskriftin kemur frá henni Svönu á Hótel Varmahlíð en á hótelinu er lögð áhersla á að bjóða upp úr mat úr hráefni úr heimabyggð. Uppskriftin er fengin úr bókinni Eldað undir bláhimni - Sælkeraferð um Skagafjörð, sem er fáanleg í öllum betri bókabúðum landsins.
Lesa meira
Íslenskar kryddjurtir

Íslenskar kryddjurtir

Í náttúrunni má finna margar nytjajurtir og náttúruleg krydd sem upplagt er að týna á sumrin, þurrka og nota svo yfir veturinn. Þessar jurtir er svo hægt að blanda saman og nota á bæði kjöt og fisk, við eldun eða þegar á að grafa. Einnig er hægt að búa til yndisleg te og tinktúrur úr íslenskum jurtum. Hér í Skagafirði er hægt að finna margar þessara jurta auk berja og sveppa sem við hvetjum alla til að kynna sér nánar.
Lesa meira
Kökusnúðar frá Elínu Jónsdóttur

Kökusnúðar frá Elínu Jónsdóttur

Við höfum áður birt uppskrift úr hinni frægu bók Kvennafræðarinn hér á síðunni hjá Matarkistunni. Það sem okkur langaði að sýna ykkur að þessu sinni er uppskrift af kökusnúðum eða fastalavnsboller
Lesa meira
Tómata- og mozzarellasalat

Tómata- og mozzarellasalat

Það er fátt ferskara og bragðbetra en ekta ítalskt tómata- og mozzarellasalat. Við erum með eigin útgáfu af þessu klassíska salati með avocado sem okkur langar að deila. Salatið má borða sem léttan hádegis- eða kvöldverð eða forrétt.
Lesa meira
Öl-gríta

Öl-gríta

Í Skagafirði er mikil bjórmenning. Að Hólum er Bjórsetur Íslands sem hefur staðið fyrir árlegri Bjórhátíð og Gæðingur er örbrugghúsið okkar í Skagafirði. Okkur fannst því tilvalið að gefa ykkur uppskrift af öl-grítu sem hentar sérstaklega vel í köldu veðri og snjó eins og herjar á okkur þessa dagana.
Lesa meira
Grafinn hrossavöðvi og steikt folaldalund

Grafinn hrossavöðvi og steikt folaldalund

Skagafjörður er einn þekktasti áfangastaður hestamanna á Íslandi og er héraðið oft nefnt vagga íslenskrar hestamennsku. Hrossakjöt eða folaldakjöt er af mörgum talið vera besta kjötið. Íslenskir hestar eru aldir upp í hreinni íslenskri náttúru, uppi á heiðum í algeru frjálsræði. Kjötið af þeim kemur beint frá náttúrunni og er því hreint og ómengað. Hér fylgja tvær uppskriftir; af gröfnum hrossavöðva og steiktri folaldalund.
Lesa meira
Þorsk ceviche

Þorsk ceviche

Það er mikil fiskveiði og útgerð í Skagafirði. Fiskur er líka herramanns matur, hvort sem þú veiðir hann sjálfur eða kaupir úti í búð. Um áramótin prófuðum við hjá Matarkistunni að laga perúskt þorsk ceviche í forrétt. Ceviche er mjög ferskur og hollur réttur sem við mælum með að allir prófi.
Lesa meira
Hólableikja með agúrkusalati, rauðlauk og aioli úr ristuðu brauði

Hólableikja með agúrkusalati, rauðlauk og aioli úr ristuðu brauði

Nú stendur jólahátíðin sem hæst og nýja árið nálgast hratt. Skagfirsk Hólableikja er frábær forréttur á hátíðarborðið um áramótin. Uppskriftin er fengin frá verðlauna matreiðslumanninum Þránni Vigfússyni úr bókinni Eldað undir bláhimni – Sælkeraferð um Skagafjörð. Þráinn er skagfirðingur sem hefur gert garðinn frægan sem fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins og er núna yfirkokkur á veitingastaðnum Lava í Bláa lóninu.
Lesa meira
Mömmukossar frá Áskaffi

Mömmukossar frá Áskaffi

Það er orðið hefð hjá mörgum fjölskyldum í Skagafirði að fara í Glaumbæ á aðventunni. Starfsmenn Byggðasafns Skagfirðinga hafa undanfarin ár boðið upp á rökkurgöngu og sögustund í gamla bænum við kertaljós. Fer þessi ganga fram um næstu helgi ef veðurguðirnir leyfa. Eftir gönguna og sögustund hjá Sigríði safnstjóra er upplagt að fá sér kaffi í Áskaffi og bragða á þessum frábæru mömmukossum. Ef þú kemst ekki í rökkurgöngu og í Áskaffi þá er hérna uppskriftin að mömmukossunum.
Lesa meira
Spari-geit í norður-afrískum búningi

Spari-geit í norður-afrískum búningi

Þessi frábæra uppskrift af norður-afrískum geitapottrétt er kannski ekki mjög augljóslega skagfirsk eða úr skagfirsku hráefni. Það er hins vegar raunin. Uppskriftin er fengin frá Gunnari Sandholt og geitina er hægt að finna í Skagfirði. Þegar vindurinn blæs og úti er kalt er þetta einmitt matur sem svo gott er að gæða sér á. Réttinn er einnig hægt að gera úr lamb- eða ærkjöti.
Lesa meira
Jólakaka frá Elínu Briem

Jólakaka frá Elínu Briem

Matarkistunni áskotnaðist eintak af Kvennafræðaranum eftir Elínu Briem á dögunum. Kvennafræðarinn var þriðja matreiðslubókin sem gefin var út hér á landi og var Elín um tíma búsett í Skagafirði. Hér fyrir neðan fylgir uppskrift af jólaköku sem leynist í þessari gömlu bók, svona í tilefni aðventunnar sem er á leiðinni.
Lesa meira

Tindafoli í ostahjúp

Nú má víða finna nýslátrað folaldakjöt úr Skagafirði í kjötborðum verslana. Við fengum þessa uppskrift frá sælkeranum Gunnari Sandholt. Verði ykkur að góðu!
Lesa meira

Þurrkuð rjúpa

Skotveiðimenn í Skagafirði eru margir og hefur Skotfélagið Ósmann byggt sér upp frábæra aðstöðu í firðinum til æfinga og félagsstarfs. Meðlimir félagsins eru margir hverjir miklir matmenn og okkur hjá Matarkistunni tókst að komast í nokkrar af þeirra allra skemmtilegustu villibráðar uppskriftum. Þessi aðferð og uppskrift við að salta og þurrka rjúpu er ein þeirra. Þetta er gert fyrir hver jól hér í Skagafirðinum hjá Jóni og Sigrúnu Öldu. Njótið vel!
Lesa meira

Gúllassúpa

Ilmandi, heit og seðjandi gúllassúpa hefur alveg sérstakt aðdráttarafl þegar maður kemur kaldur úr löngum gönguferðum að vetri til.
Lesa meira

Lummur

Nú er veturinn gengin í garð og snjór er yfir öllu hér á Norðurlandi. Snjórinn kallar á sleðaferðir og æsing í brekkunum hjá börnunum okkar. Þegar þau koma inn blaut og köld er tilvalið að búa til kakó og lummur til að koma orku og hlýju í litla kroppa. Hérna er uppskrift að hefðbundnum lummum eins og amma gerði þær. Uppskriftin er fengin úr bókinni Eldað undir bláhimni - Sælkeraferð um Skagafjörð.
Lesa meira

Grafin gæsabringa

Undanfarið hafa verið gæsir í mörgum túnum hér norðan heiða. Bráðin blaktir víða á snúrustaurum skotveiðimanna og bíður eftir að komast á matarborðið. Það er því tilvalið að kynna hérna uppskrift að grafinni gæsabringu.
Lesa meira

Flatbrauð

Uppskrift af flatbrauði frá Sunnuhvoli. Þessi uppskrift er ekki mjög nákvæm og miðast frekar við að "slumma" eða setja "slatta".
Lesa meira

Laugardags fiskréttur

Hér í Skagafirði leynast meistarakokkar á hverju strái. Þessa girnilegu uppskrift af spari-fiskrétti fengum við hjá ástríðukokki í Ráðhúsi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hann er að sjálfsögðu bestur ef hann er eldaður úr hráefni úr matarkistunni Skagafirði.
Lesa meira
Ábrysta-brulée með berjasósu

Ábrysta-brulée með berjasósu

Einn helsti matarpenni Íslands er skagfirðingurinn Nanna Rögnvaldardóttir. Í bókinni Eldað undir bláhimni - sæleraferð um Skagafjörð er að finna frá Nönnu þessa skemmtilegu uppskrift af ábrystum í sparifötunum.
Lesa meira
Lambalæri með íslenskum villijurtum

Lambalæri með íslenskum villijurtum

Nú er haustið gengið í garð með sinn uppskerutíma. Göngur og réttir eru búnar í mörgum sveitum og sláturtíð því á næsta leiti. Upplagt er að krydda nýja lambakjötið með íslenskum villijurtum. Helst er mælt með að í það sé notað blóðberg, hið íslenska timjan sem hefur verið notað sem lækningajurt um áratugaskeið. Ljónslöpp hentar einnig mjög vel á lambakjöt sem og birkilauf. Með lambinu er svo upplagt að bjóða upp á nýuppteknar kartöflur. Þessi uppskrift er fengin úr bókinni Eldað undir bláhimni og er frá Ágústi Andréssyni, forstöðumanni Kjötafurðastöðvar KS.
Lesa meira
Rabarbarasafi

Rabarbarasafi

Nú vex rabarbari í mörgum görðum. Úr öllum rabarbaranum er upplagt að gera svalandi sumardrykk. Þessi uppskrift er fengin úr bókinni Eldað undir bláhimni og kemur frá Ólöfu og Pálínu í Lónkoti.
Lesa meira
Grillaðar kjúklingabringur kryddaðar í sítrónu og timian

Grillaðar kjúklingabringur kryddaðar í sítrónu og timian

Frábær uppskrift af girnilegum kjúkling
Lesa meira

Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food