Helstu markmið Matarkistu Skagafjarðar
- Að auka sýnileika skagfirskra matvæla
- Að byggja upp sterka gæðaímynd um mat í Skagafirði
- Að Skagafjörður verði skilgreindur sem matvælahérað
- Að stuðla að nýjungum í framreiðslu á skagfirskum matvælum
- Að safna og vernda vinnuaðferðir og hefðir í matargerð
- Að efla samstarf innan og utan héraðs
- Að þróa matarferðaþjónustu (Culinary Tourism) í dreifbýli á Íslandi
- Að koma á samstarfi milli matvælaframleiðenda, veitingamanna og ferðaþjónustuaðila í Skagafirði
- Að nýta skagfirska matvælaframleiðslu sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn
- Að nýta skagfirskar hefðir í matargerð sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn
- Að kynna skagfirsk matvæli og staðbundna framleiðslu fyrir gestum sem heimsækja svæðið, en það gæti örvað eftirspurn eftir skagfirskri framleiðslu á öðrum mörkuðum.