Nú þegar hitastigið hækkar og úrvalið af grænmeti úr héraði eykst í búðinni þá er nauðsynlegt að búa sér til gott salat. Í dag ætlum við að senda ykkur þessa uppskrift af litríku og spennandi tandorri lambasalti. Þessi skemmtilega uppskrift kemur frá Gulur, rauður, grænn og salt, www.grgs.is.
Í salatið má nota hráefni úr héraði eins og t.d. salat, tómata og gúrku frá Laugamýri og lambakjöt frá Kjötafurðastöð KS.
Tandorri lambasalat
2 msk tandorri paste (mauk) fæst í flestu matvöruverslunum
1 msk safi úr sítrónu
1 lítil dós hrein jógúrt
8 lambahryggsvöðvar eða lambakjöt að eigin vali
1 lítill rauðlaukur, skorinn í sneiðar
250 g cherry tómatar, skornir í tvennt
½ agúrka, skorin í bita
100 g spínat
Aðferð:
- Setjið tandoorri maukið, sítrónusafa, jógúrt og 2 msk af vatni í skál og setjið lambið í marineringuna. Nuddið henni vel inn í kjötið og setjið inn í ísskáp í um 15 mínútur.
- Takið úr ísskápnum og þerrið marineringuna líttillega af kjötinu. Setjið á ofnplötu með álpappír og grillið í ofni í um 5 mínútur á hvorri hlið.
- Setjið grænmetið á disk og raðið lambakjötinu ofaná. Kreistið smá sítrónu yfir og berið fram með góðu naan brauði.
Í raun má nota hvaða grænmeti sem er með þessu indverska lambakjöti og um að gera að prófa sig áfram. Verði ykkur að góðu!