Rabarbarasafi

Rabarbarasafi
Rabarbarasafi

Nú vex rabarbari í mörgum görðum. Úr öllum rabarbaranum er upplagt að gera svalandi sumardrykk. Þessi uppskrift er fengin úr bókinni Eldað undir bláhimni og kemur frá Ólöfu og Pálínu í Lónkoti.

Safi úr 200gr af rabarbara

5 dl vatn

4 msk flórsykur

Safi úr 1/2 appelsínu

Pressið safann úr rabarbaranum og appelsínunni og blandið saman við vatn og flórsykur. Berið fram ískalt. 


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food