12.10.2020
Vörusmiðjan hefur opnað nýja vefverslun á heimasíðu sinni www.vorusmidja.is, en þar er hægt að versla afurðir beint frá smáframleiðendum og fá sent heim að dyrum. Þar má m.a. nálgast afurðir frá aðilum Matarkistunnar. Fjölmargir meðlimir Matarkistunnar nýta sér aðstöðu Vörusmiðjunnar og vinna vörur sínar þar, en vörusmiðjan býður upp á vottað vinnslurými til leigu fyrir þróun og framleiðslu á matvörum og snyrtivörum.
Frábært framtak hér á ferð sem veitir greiðan aðgang að vörum smáframleiðenda!