Lúxus-sneið úr Skagafirði

Góð brauðsneið með lúxusáleggi sem nostrað hefur verið við getur verið sannkallað lostæti. Gunnar Sandholt gaukaði að okkur þessari "uppskrift" af Skagfirskri lúxus-sneið á dögunum og deilum við henni hér með ykkur.  

Lúxus-sneið úr Skagafirði

Gott gróft rúgbrauð eða kjarnabrauð úr Sauðárkróksbakaríi.
Ofáná brauðið er smurt góðu sinnepi.
Þar næst koma þykkar sneiðar af Jarlinum frá Mjólkursamlagi KS.
Salat frá Laugarmýri kemur svo þar ofaná.
Harðsoðið egg í sneiðum eða kurli er svo sett efst.
Toppað með salti og pipar.

Verði ykkur að góðu!

 

Sauðárkróksbakarí

Laugarmýri


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food