Gúllassúpa

Ilmandi, heit og seðjandi gúllassúpa hefur alveg sérstakt aðdráttarafl þegar maður kemur kaldur úr löngum gönguferðum. Súpur hafa lengi verið vinsælar og þessa hér er tilvalið að gera heima áður en farið er í bústaðinn að vetri til. Eins og títt er með góðar súpur batnar hún bara við geymslu og upphitun. Þegar í sumarhúsið er komið er upplagt að fara í langan göngutúr og koma svo til baka og hita upp súpuna, baka forbakað brauð með og fá svo almennilegan hita í kroppinn. Tilhugsunin ein yljar...

Innihald:
1/2-1 kg nautagúllas
2 laukar
100 gr sveppir
1 stór gulrót
1 L nautaskjötssoð af teningi
1 stór rauð paprika
1 lítil dós tómatpúrra
1 dós saxaðir tómatar
2-3 hvítlauksrif
1 msk mejram
1 tsk kúmen
3 msk balsamic edik
1 msk paprikuduft (helst smoked paprika)
1 msk sykur
salt og pipar
1/2 L mjólk
1 peli rjómi

Sýrður rjómi til að bera fram með súpunni.

Leiðbeiningar:
Brúnið kjötið í litlum skömmtum í olíu í stórum potti. Setjið til hliðar og lækkið hitann á pottinum. Steikið laukinn þar til hann verður glær, bætið sveppum, papriku, gulrótum og hvítlauk saman við og brúnið. Setjið kjötið aftur í pottinn og hellið kjötsoðinu yfir ásamt tómapúrru og tómötum í dós. Kryddið og sjóðið í tvo tíma. Þynnið með mjólkinni og rjómanum og sjóðið aftur í 10 mín. Borið fram með sýrðum rjóma og brauðbollum.


Svæði

Skagafjörður - Matur úr héraði - Local Food