Fallegasti básinn árið 2019!
Matarhátíðin Local Food Festival var haldin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í mars 2019, en Klúbbur matreiðslumeistara á Norðurlandi standa árlega fyrir „Matvælasýningunni Local Food festival á Norðurlandi“.
Matarkistan Skagafjörður tók þátt annað árið í röð undir einum hatti og fór það svo vel að Matarkistan Skagafjörður hlaut verðlaunin Fallegasti básinn 2019.
Sýningin endurspeglar hinn mikla styrk Norðurlands sem stærsta matvælaframleiðslusvæðis landsins og er því kjörinn kynningarvettvangur fyrirtækja og einstaklinga til að vekja athygli á framleiðslu, matarmenningu, veitingastarfsemi, matartengdri ferðaþjónustu og verslun á þessu sviði.
Lögð er áhersla á að Local Food sýningin sé skemmtileg og eru skipulagðir viðburðir s.s. hinar ýmsu matreiðslukeppnir þar sem fagfólk og almenningur spreytir sig með hráefni úr héraði.
______________________________________________________________________________________________________________________
EDEN GÆÐAÁFANGASTAÐIR - European Destination of Excellence
Sveitarfélagið Skagafjörður valið sem Gæðaáfangastaður Íslands 2015 vegna verkefnisins Matarkistan Skagafjörður
Í desember 2015 fóru fulltrúar frá Matarkistunni til Brussel á Alþjóðlega ferðamáladaginn til að kynna áfangastaðinn Skagafjörð í tengslum við útnefningu svæðisins sem Gæðaáfangastaðar Íslands 2015. Við það tilefni var þetta myndband útbúið fyrir kynningu á svæðinu. Myndir frá verðlaunaafhendingunni má finna hér. Til að kynna sér málið betur er hægt að:
nálgast frétt Ferðamálastofu hér
lesa nánar um EDEN verkefnið hér
hér er hægt að lesa nánar um Skagafjörð á heimasíðu EDEN.