Matarkistan Skagafjörður sá um útgáfu bókarinnar Eldað undir bláhimni - sælkeraferð um Skagafjörð. Bókin er tileinkuð skagfirskri matarmenningu, sem byggir á þeirri hugmyndafræði að nýta það spennanndi hráefni sem finna má í skagfirsku matarkistunni. Í bókinni er boðið upp á sannkallað bragðlaukaævintýri. Sælkeraferð um Skagafjörð þar sem fögur náttúra og ljúffengir réttir eru í öndvegi.
Í bókinni kynnumst við fólkinu á bak við tjöldin; matvælaframleiðendum og atvinnukokkum sen förum líka í heimsókn á skagfirsk sveitabýli þar sem heimilisfólk laumar að okkur fjölskylduuppskriftunum sínum. Þá bregðum við okkur í bjargsig í Drangey, á sjó og upplifum iðandi mannlífið á Lummudögum, Hrossablóti og í sælkeraveislum af ýmsu tagi.
Bókin inniheldur rúmlega fjörtíu uppskriftir og fjölda stórglæsilegra ljósmynda af skagfirskri matargerð, náttúrufegurð og mannlífi. Ritstjórn var í höndum Heiðdísar Lilju Magnúsdóttur og myndir eru eftir Pétur Inga Björnsson og Óla Arnar Brynjarsson. Útgefandi var Nýprent á Sauðárkróki. Bókina er meðal annars hægt að kaupa í Eymundsson og Skagfirðingabúð á Sauðárkróki.
_______________________________________________________________________________________________
Matarkistan Skagafjörður heldur reglulega bændamarkaði í Skagafirði. Þar koma saman Skagfirskir framleiðendur og kynna það sem þeir hafa upp á að bjóða. Einstakt úrval er af skagfiskum matvælum beint frá býli, skagfirskum blómum, skagfirsku handverki, skagfirskum gæða kremum, fæðubótarefnum o.fl. og kjörið tækifæri fyrir Skagfirðinga sem og gesti að bregða sér á bændamarkaði þegar þeir eru haldnir.